
Birkir Heimisson spilaði í miðverði þegar íslenska U21 landsliðið lagði Hvíta-Rússland í dag. Birkir er vanur að spila á miðjunni með liði sínu Val.
Lestu um leikinn: Ísland U21 3 - 1 Hvíta Rússland U21
„Þetta var mjög gott, við ætluðum að koma inn í leikinn, gera okkar og ná í sigurinn. Mér fannst við klára þetta helvíti vel," sagði Birkir við Fótbolta.net eftir leik.
„Það var smá basl í fyrri hálfleik, vorum að fá boltann dálítið mikið yfir okkur en við breyttum í þriggja manna vörn í seinni hálfleik, þá var ég fyrir miðju og þá var þetta mikið betra."
Birkir segir að liðið hafi ekki náð að gera það sama í upphafi seinni hálfleiks og hafði gengið vel í fyrri hálfleik. Hvítrússar náðu að minnka muninn í 2-1 en Viktör Örlygur Andrason náði að innsigla sigurinn með marki undir lokin.
„Það var mjög gott að sjá hann í markinu og það hjálpaði okkur alveg undir lokin."
Ísland á enn möguleika á sæti í umspili en til þess þarf að vinna gegn Kýpur á laugardag og vona að Portúgal vinni Grikkland á sama tíma.
„Nú er bara að fara í 'recovery' og það þurfa allir að vera klárir fyrir laugardaginn ef við ætlum okkur að ná í sigur þar," sagði Birkir.
Í lok viðtals var hann spurður út í rauða spjaldið sem hann fékk í síðasta leik gegn Val og má sjá svar hans við þeirri spurningu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir