Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
   mið 08. júní 2022 21:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Miðvörðurinn Birkir: Smá basl í fyrri hálfleik en miklu betra fyrir miðju í seinni
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Heimisson spilaði í miðverði þegar íslenska U21 landsliðið lagði Hvíta-Rússland í dag. Birkir er vanur að spila á miðjunni með liði sínu Val.

Lestu um leikinn: Ísland U21 3 -  1 Hvíta Rússland U21

„Þetta var mjög gott, við ætluðum að koma inn í leikinn, gera okkar og ná í sigurinn. Mér fannst við klára þetta helvíti vel," sagði Birkir við Fótbolta.net eftir leik.

„Það var smá basl í fyrri hálfleik, vorum að fá boltann dálítið mikið yfir okkur en við breyttum í þriggja manna vörn í seinni hálfleik, þá var ég fyrir miðju og þá var þetta mikið betra."

Birkir segir að liðið hafi ekki náð að gera það sama í upphafi seinni hálfleiks og hafði gengið vel í fyrri hálfleik. Hvítrússar náðu að minnka muninn í 2-1 en Viktör Örlygur Andrason náði að innsigla sigurinn með marki undir lokin.

„Það var mjög gott að sjá hann í markinu og það hjálpaði okkur alveg undir lokin."

Ísland á enn möguleika á sæti í umspili en til þess þarf að vinna gegn Kýpur á laugardag og vona að Portúgal vinni Grikkland á sama tíma.

„Nú er bara að fara í 'recovery' og það þurfa allir að vera klárir fyrir laugardaginn ef við ætlum okkur að ná í sigur þar," sagði Birkir.

Í lok viðtals var hann spurður út í rauða spjaldið sem hann fékk í síðasta leik gegn Val og má sjá svar hans við þeirri spurningu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner