Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 08. júní 2022 11:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Romano: Jesus vill fara frá City
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Jesus vill fara frá Manchester City ef marka má félagsskiptasérfræðinginn Fabrizio Romano.

Romano segir í Twitter færslu í dag að Jesus vilji fara og búist sé við því að hann fari til annars félags í úrvalsdeildinni í sumar. Búast megi við formlegum tilboðum í Brassann fljótlega.

Real Madrid hefur þá einnig sýnt áhuga en ekki meira en það á þessu stigi.

Jesus fékk takmarkað að spila á tímabilinu hjá City og ekki er búist við því að hlutverkið hans muni stækka við komu Erling Braut Haaland frá Dortmund.

Arsenal er það félag sem hefur sýnt Jesus hvað mestan áhuga. Jesus er 25 ára gamall og á eitt ár eftir af samningi sínum við City.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner