Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. júní 2023 10:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þau félög sem eru með leikmenn í hópnum geta óskað eftir frestun
U19 karla fer til Möltu.
U19 karla fer til Möltu.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
U19 kvenna fer til Belgíu.
U19 kvenna fer til Belgíu.
Mynd: KSÍ
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, sagði við Fótbolta.net í dag að fundir væru væntanlegir vegna þátttöku íslensku U19 landsliðanna í lokakeppni EM í sumar. Einhverjir leikir á Íslandsmótinu verða færðir, það er nokkuð ljóst.

Drengirnir fara til Möltu í byrjun júlí (3.-16.) og í kjölfarið fara stúlkurnar til Belgíu (18.-30.). 21 manns leikmannahópur U19 drengja var tilkynntur í gær og eru leikmenn frá 16 félögum í hópnum. Fimm koma frá Stjörnunni og tveir frá Gróttu.

Fjórir koma frá félögum erlendis og íslensku félögin eru alls tólf; sjö Bestu deildar félög og fimm Lengjudeildarfélög.

Birkir segir að fundað verði í dag með félögunum karlamegin og svo í næstu viku með félögunum kvennamegin.

„Leikjunum verður breytt, en hvernig á svolítið eftir að koma í ljós. Það fer eftir því hvaða félög munu óska eftir breytingum og hvað félög ekki."

Er eitthvað viðmið um að það þurfi að vera meira en einn leikmaður? „Ef það eru leikmenn í liðinu, þá geta félög óskað eftir breytingu á leiktíma."

Eru þá ekki líkur á því að sérstaklega Besta deild kvenna breytist mjög mikið? „Jú," sagði Birkir einfaldlega.

Engar áhyggjur að það verði hægt að finna nýja leiktíma? „Við munum finna daga til að spila á," sagði Birkir.

Þegar hefur Stjarnan gefið það út að félagið muni óska eftir breytingu á leikdögum. Ein umferð í Bestu deild karla fer fram á meðan mótið er í gangi, ein í aðdraganda mótsins og ein strax eftir að mótinu lýkur. Þá eru undanúrslitin í Mjólkurbikarnum sett á 3. og 4. júlí. Tvær umferðir eiga að fara fram í Bestu deild kvenna á meðan U19 mótið er í gangi í Belgíu.

Sjá einnig:
U19 hópurinn fyrir EM
Ótrúlegt afrek fyrir félagið - „Við munum óska eftir frestun"
Athugasemdir
banner
banner
banner