Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   lau 08. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Mainz í viðræðum við Liverpool um Van den Berg
Mynd: EPA
Sepp van den Berg, varnarmaður Liverpool á Englandi, er að fá ósk sína uppfyllta en Mainz á nú í viðræðum við félagið um kaup á leikmanninum.

Á dögunum kallaði Van den Berg eftir þvi að Liverpool myndi leyfa honum að yfirgefa félagið.

Hann taldi sig ekki hafa fengið þau tækifærin sem hann verðskuldaði að fá og vill nú alfarið fara frá félaginu eftir nokkrar lánsdvalir.

Florian Plettenberg hjá Sky segir frá því að Mainz, félagið sem hann var á láni hjá á síðustu leiktíð, sé í viðræðum við Liverpool um kaup á Van den Berg.

Þýska félagið er að vonast til að ná samkomulagi á næstu dögum, en því hefur verið haldið fram að Liverpool vilji fá 20 milljónir punda fyrir hann.

Van den Berg, sem er 22 ára gamall, á 4 leiki að baki fyrir aðallið Liverpool, en síðast lék hann fyrir liðið í febrúar árið 2020.
Athugasemdir
banner
banner