Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   lau 08. júní 2024 14:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Við viljum halda honum"
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Íþróttastjóri Elfsborg hefur tjáð sig um stöðu mála varðandi möguleg kaup á Andra Fannari Baldurssyni. Lánssamnigur Andra Fannars við Elfsborg rennur út um mánaðamótin en hann er á láni frá ítalska félaginu Bologna.

Elfsborg er í 9. sæti sænsku deildarinnar eftir að hafa endað í 2. sæti á síðasta tímabili og rétt misst af meistaratitlinum. Andri er lykilmaður í liðinu og vilja menn hjá Elfsborg halda honum í Borås.

Það hafa orðið þjálfarabreytingar hjá Elfsborg því Jimmy Thelin tók við Aberdeen og Oscar Hiljemark er tekinn við sem þjálfari sænska liðsins.

Stefan Andreasson, íþróttastjóri Elfsborg, á ekki von á mörgum breytingum á hópnum í sumar. Hann var sérstaklega spurður út í íslenska miðjumanninn í viðtali við Expressen.

„Við viljum halda honum. Við erum í samtali við Bologna," sagði Andreasson í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner