Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 08. júlí 2021 12:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danskur blaðamaður talar hreint út: Frábær leikmaður og frábær dýfari
Sterling féll auðveldlega í teignum í gær.
Sterling féll auðveldlega í teignum í gær.
Mynd: EPA
Danski fjölmiðlamaðurinn Carsten Werge ræddi við Sky Sports um sigur Englands gegn Danmörku í Evrópumótinu í gær.

Hann var óhræddur við að segja skoðun sína um leikinn í gær sem réðst á umdeildri vítaspyrnu.

„Ég hef ekki hitt einn mann eða eina konu í Danmörku sem fannst þetta vera vítaspyrna," segir Werge. „Enginn gat skilið hvernig þetta var víti og í morgun þegar ég las blöð út um allan heim þá fannst engum þetta vera víti, nema þeim ensku."

„Ég verð að segja að Sterling er frábær leikmaður og frábær dýfari. Það er synd að leikurinn hafi ráðist á svona atviki því England var betra liðið og hefði líklega unnið á endanum."

„Okkur finnst ekki gaman að því þegar leikmenn dýfa sér. Það eru leikmenn í danska liðinu sem gera það. En þegar ég hugsa til baka þegar ég var að fjalla um enska boltann, þá man ég eftir Jurgen Klinsmann - þegar hann spilaði með Tottenahm - að það voru allir að kalla hann dýfara. Núna eruð þið með marga dýfara líka. Kane er líka góður dýfari."

„Kannski eruð þið bara búin að venja ykkur að evrópsku leiðinni við að spila fótbolta..."
Athugasemdir
banner
banner
banner