Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 08. júlí 2021 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Pedro ekki í æfingahóp Roma - Á leið burt
Mynd: EPA
Spænski kantmaðurinn Pedro Rodriguez er ekki í áformum Jose Mourinho, nýjum knattspyrnustjóra Roma. Pedro er ekki í æfingahópi Roma sem hefur undirbúningstímabilið.

Nokkrir fyrrum lærisveinar Mourinho eru í leikmannahópi Roma, þar á meðal Henrikh Mkhitaryan og Chris Smalling sem hafa báðir gagnrýnt Portúgalann í fortíðinni.

Pedro er einn þeirra en það eru aðeins liðnir nokkrir mánuðir síðan hann sagði sína neikvæðu skoðun á Mourinho í fjölmiðlum.

Það er þó afar ólíklegt að Mourinho byggi ákvörðun sína á ummælum í fjölmiðlum, heldur frekar á frammistöðu Pedro í höfuðborginni. Pedro kom í fyrra og átti stórkostlegan fyrsta mánuð en var arfaslakur restina af tímabilinu.

Þetta er slæmt fyrir Rómverja í ljósi þess að hinn 33 ára gamli Pedro er meðal launahæstu leikmanna félagsins og er samningsbundinn næstu tvö árin.
Athugasemdir
banner
banner
banner