Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   fim 08. ágúst 2024 18:24
Anton Freyr Jónsson
Kórinn
Byrjunarlið HK og KR: Gyrðir Hrafn beint inn í byrjunarliðið - HK frumsýnir nýjan markmann
Gyrðir Hrafn byrjar í kvöld.
Gyrðir Hrafn byrjar í kvöld.
Mynd: KR
Dagur Örn kom til HK á láni frá Breiðablik og byrjar á bekknum í kvöld.
Dagur Örn kom til HK á láni frá Breiðablik og byrjar á bekknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Klukkan 19:15 flautar Arnar Þór Stefánsson til leiks í Kórnum þar sem nýbúið er að leggja glænýtt gervigras en leikurinn upprunalega átti að fara fram í gær en var færður til dagsins í dag vegna þess að grasið var ekki tilbúið. Heimamenn í HK taka á móti KR í síðasta leik 17.umferðar Bestu deildar karla. 

Bæði liðin eru í bullandi fallbaráttu og eru þrjú stig nauðsynleg fyrir bæði lið. Heimamenn í HK sitja í tíunda sæti með 14.stig og KR eru sæti ofar með 15.stig. 


Lestu um leikinn: HK 0 -  0 KR

Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Víking Reykjavík í síðustu umferð. Christoffer Felix Cornelius Petersen sem kom til HK á dögunum kemur beint inn í markið hjá heimamönnum. Karl Ágúst Karlsson og Brynjar Snær Pálsson koma einnig í liðið. Kristján Snær Frostason fær sér sæti á bekknum. Birnir Breki Burknason er ekki í leikmannahópi HK í kvöld. Dagur Örn Fjeldsted sem kom til HK á láni frá Breiðablik byrjar á varamannabekk HK í kvöld. 

Pálmi Rafn Pálmason þjálfari kR gerir tvær breytingar á liði sínu. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kemur beint inn í lið KR en hann var keyptur til félagsins frá FH á dögunum. Jóhannes Kristinn Bjarnason kemur þá einnig inn í lið KR. Finnur Tómas Pálmason tekur út leikbann hér í kvöld og Stefán Árni Geirsson er frá vegna meiðsla. Theodór Elmar Bjarnason er komin á varmannabekk KR en óttast var fyrir nokkrum vikum að ferillinn hans væri búin. 


Byrjunarlið HK:
1. Christoffer Petersen (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
7. George Nunn
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason
14. Brynjar Snær Pálsson
21. Ívar Örn Jónsson
29. Karl Ágúst Karlsson
30. Atli Þór Jónasson

Byrjunarlið KR:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
6. Alex Þór Hauksson
9. Benoný Breki Andrésson
11. Aron Sigurðarson
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
17. Luke Rae
23. Atli Sigurjónsson
25. Jón Arnar Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson
Athugasemdir
banner
banner
banner