Conor Gallagher hefur gengist undir læknisskoðun hjá Atletico Madrid og mun skrifa undir samning hjá félaginu á morgun.
Hann kemur til liðsins frá Chelsea en spænska liðið borgar 36 milljónir punda fyrir hann.
Spænski framherjinn Samu Omorodion mun fara til Chelsea frá Atletico en spænska liðið hefur samþykkt 34.5 milljón punda tilboð frá Chelsea.
Félagaskipti Omorodion verða kláruð eftir að hann lýkur leik á Ólýmpíuleikunum en hann er í spænska hópnum sem spilar í úrslitum gegen Frakklandi á föstudaginn.
Athugasemdir