Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   fim 08. ágúst 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd ræðir við Burnley
Sander Berge.
Sander Berge.
Mynd: Burnley
Manchester United hefur rætt við Burnley um miðjumanninn Sander Berge.

Frá þessu greinir Sky Sports.

Viðræður eru á frumstigi en Berge er einn af þeim miðjumönnum sem Man Utd hefur sýnt áhuga í sumar. Rauðu djöflarnir eru í leit að nýjum miðjumanni til að styrkja byrjunarliðið og eru þeir að skoða ýmsa kosti víða um heim

Berge var líklega besti leikmaður Burnley þegar liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann er norskur landsliðsmaður sem hefur einnig spilað með Sheffield United í enska boltanum.

Berge á þrjú ár eftir af samningi sínum við Burnley.

Þá segir Sky Sports að United hafi rætt við franska miðjumanninn Youssouf Fofana sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Mónakó.
Athugasemdir
banner
banner