Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   fim 08. ágúst 2024 07:00
Sölvi Haraldsson
Sancho arftaki Mbappe hjá PSG?
Jadon Sancho í leik með United í sumar.
Jadon Sancho í leik með United í sumar.
Mynd: Getty Images

Jadon Sancho hefur verið orðaður við PSG seinustu daga en Parísarliðið er mjög hrifið af þessum enska framherja sem er samningsbundinn Manchester United.


Manchester United vill losa sig við Sancho og er tilbúið að hlusta á tilboð frá liðum eins og PSG. Sancho sjálfur er einnig reiðubúinn í að yfirgefa Rauðu Djöflana.

Sancho spilaði ekki fyrir United á seinustu leiktíð eftir að hann ásakaði Ten Hag, stjóra liðsins, um að ljúga um fjarveru hans gegn Arsenal seint á seinasta ári. Hann fór til Dortmund í janúar á lán út tímabilið þar sem hann fann sig aftur og Dortmund komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en töpuðu 2-0 gegn Real Madrid á Wembley.

PSG eru í viðræðum við United um kantmanninn en hann á tvö ár eftir af samningnum sínum og ekki er vitað hvað Manchester United eru tilbúnir að láta hann fara á mikið. PSG eru að hugsa Sancho sem einvherskonar arftaka Kylian Mpabbe sem gekk í raðir Real Madrid eftir seinasta tímabil.

PSG og Man Utd hafa verið í stöðugum viðræðum í sumar um leikmenn eins og Ugarte en það lítur allt út fyrir að United ætli að horfa eitthvert annað í miðjumannaleitinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner