Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
   sun 08. september 2024 17:25
Haraldur Örn Haraldsson
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Þetta er búið að vera í vinnslu svolítið lengi, en þetta er bara frábær sigur í dag, fullkominn leikur. 7 leikir, þetta var aðeins of mikið en sem betur fer þá kom þetta í dag."


Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  0 Afturelding

Sagði Dagur Ingi Axelsson leikmaður Fjölnis eftir að liðið hans vann 2-0 sigur á Aftureldingu. Fjölnismenn voru ekki búnir að vinna 7 leiki í röð fyrir þennan leik. Þeir eru þó ennþá í harðri baráttu um að fara upp um deild og því mjög mikilvægt að hafa unnið í dag á móti liði sem þeir eru að keppa við um þessi sæti.

„Jú mjög sætt, við vorum bara mjög góðir, mér fannst við gera alla hlutina bara mjög vel. Við vorum að klára færin okkar vel og svo vorum við bara að skapa fullt, fullt af færum. Þetta hefði alveg getað endað þrjú, fjögur núll. En ég er bara mjög sáttur."

Fjölnir á Keflavík í lokaleiknum og ef úrslit falla með þeim geta þeir ennþá unnið deildina og farið beint upp um deild.

„Eins og Úlli (Úlfur Arnar Jökulsson) segir alltaf, það eru 22 leikir í þessu móti ekki 21. Þannig við ætlum bara svo sannarlega að vinna síðasta leikinn og sjáum hvar við stöndum eftir hann."

Fjölnismenn fengu víti í lok fyrri hálfleiks þar sem Dagur var felldur inn í teig. Þessi dómur var mjög umdeildur en gestirnir voru ekki sáttir.

„Í mínum bókum já (var þetta víti). Þeir voru eitthvað ósáttir, vildu meina að hann hafi verið kominn fyrir framan mig. En ég vil nú meina að ég snerti boltan fyrst og er að komast í fínt skotfæri. Mér fannst, í mínum bókum var þetta víti."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir