Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 08. september 2024 06:00
Sölvi Haraldsson
Nökkvi kom inn á í hálfleik er St. Louis gerði jafntefli
Nökkvi Þeyr breytti leiknum í hálfleik.
Nökkvi Þeyr breytti leiknum í hálfleik.
Mynd: St. Louis City

Nökkvi Þeyr Þórisson, leikmaður St. Louis City, í MLS deildinni í Bandaríkjunum kom inn á í hálfleik í 2-2 jafntefli gegn New England Revolution í nótt.


St. Louis tók forystuna en misstu hana fljótlega niður og New England menn leiddu í hálfleik 2-1. 

Í hálfleik kom Nökkvi Þeyr inn á fyrir Indiana Vassilev. Simon Becher jafnaði metinn fyrir Nökkva og félaga þegar aðeins meira en korter var eftir af leiknum. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

St. Louis eru með 28 stig eftir 28 leiki og eru í næst neðsta sæti í vesturdeild MLS. Næsti leikur þeirra er gegn Minnesota United næstu helgi.


Athugasemdir
banner
banner
banner