Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 08. september 2024 10:56
Brynjar Ingi Erluson
Óánægja með að Carsley hafi ekki sungið þjóðsönginn - „Hann verður að gera það!“
Lee Carsley
Lee Carsley
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp vonast til þess að Carsley syngi þjóðsönginn í næstu leikjum
Harry Redknapp vonast til þess að Carsley syngi þjóðsönginn í næstu leikjum
Mynd: Getty Images
Leee Carsley, bráðabirgðaþjálfari enska landsliðsins, var harðlega gagnrýndur um helgina fyrir að syngja ekki þjóðsönginn fyrir 2-0 sigurinn á móti Írlandi í Þjóðadeildinni.

Vaninn er að leikmenn og þjálfarar syngi þjóðsönginn ásamt stuðningsmönnum en Carsley hafði engan áhuga á því og útskýrði það vel fyrir öllum af hverju hann gerði það ekki.

Carsley kom inn á að hann skildi lítið í því af hverju þetta er gert fyrir leiki. Þetta sé óþarfa hlé fyrir leikinn og að hann hafi aldrei vanið sig á að gera þetta.

Ensku stuðningsmennirnir og nokkur ensk dagblöð gagnrýndu Carsley, en fyrrum þjálfarinn Harry Redknapp sýndi aðstæðunum skilning. Redknapp ætlast þó til þess að framvegis muni Carsley syngja þjóðsönginn.

Sem leikmaður var Carsley aldrei í myndinni hjá enska landsliðinu og í gegnum ættartengsl fékk hann tækifæri til að spila með Írlandi. Þar lék hann 40 A-landsleiki yfir ellefu ára landsliðsferil.

„Sem stoltur Englendingur og föðurlandsvinur, þá verð ég að benda á mikilvægi þess að syngja þjóðsönginn. Ég elska að sjá leikmenn og þjálfara öska úr sér lungun við að syngja hann. Það skiptir ekki máli í hvaða íþrótt er spilað eða hvaðan þú ert, þegar þú stýrir ensku liði þá verður þú að syngja hann. Að minnsta kosti í 99 prósent kringumstæðna.“

„Ég skil að það voru vandamál hjá Lee fyrir þennan leik og kannski fastur á milli hluta. Ekki bara sem fyrrum leikmaður írska landsliðsins, heldur líka því að þetta er aðeins tilfinningalegra en venjulega vegna allra þeirra vandræða sem hafa átt sér stað, en á meðan það gerði ákvörðun hans skijanlega í þetta sinn þá verður hann að syngja þjóðsönginn í venjulegum leikjum eins og gegn Frakklandi eða Spáni. Það er skylda, sem þjálfari Englands, að syngja þjóðsönginn, skiptir ekki máli hver eða hvaðan þú ert,“
sagði Redknapp.
Athugasemdir
banner