Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. október 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Argentínu: Jákvætt að Messi verður áfram hjá Barcelona
Lionel Messi
Lionel Messi
Mynd: Getty Images
Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins, telur það jákvætt að nafni hans Lionel Messi spili áfram með Barcelona.

Messi var nálægt því að yfirgefa Barcelona í glugganum en hann reyndi hvað hann gat til að fara frá félaginu. Hann vildi ólmur komast til Manchester City samkvæmt ensku miðlunum og fór hann í hart við Barcelona.

Lögfræðingar Messi börðust gegn Börsungum og var helsta vandamálið klásúla í samningnum hans. Messi var á því að hún væri úr gildi og að hann mætti yfirgefa félagið en spænska deildin hafnaði því og varð því ekkert úr félagaskiptum hans.

„Ég talaði við Leo þegar það var búið að leysa málin og hann var afar rólegur. Frá því hann kom þá höfum við átt löng samtöl og hann er ánægður með að vera hér. Honum líður nú vel hjá Barcelona," sagði Scaloni.

„Við vildum bara að þetta myndi leysast og hann gæti spilað fótbolta á ný. Það er jákvætt fyrir okkur að hann verður áfram hjá Barcelona því þá gat hann byrjað að spila strax. Hann þekkir klúbbinn en um ákvarðanir þá viljum við ekki blanda okkur í það, við viljum ekki skipta okkur af því," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner