Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   þri 08. október 2024 16:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jackson lamdi leikmann en sleppur við refsingu - Chelsea og Forest ákærð
Hamagangurinn.
Hamagangurinn.
Mynd: EPA
Jackson heppinn.
Jackson heppinn.
Mynd: Getty Images
Chelsea og Nottingham Forest hafa verið ákærð af ensku úrvalsdeildinni fyrir að hafa ekki hemil á leikmönnum sínum í leik liðanna á sunnudag. Félögin hafa til fimmtudags til að svara fyrir sig.

Það brutust út læti seint í leiknum og fengu þrír leikmenn gult spjald, einn hjá Forest og tveir hjá Chelsea.

Nicolas Jackson, leikmaður Chelsea, og Morato, leikmaður Forest, voru í hringiðunni. Einhverjar vangaveltur voru um að Jackson færi mögulega í bann en það verður ekki. Jackson var á þessum tíma farinn af velli en var mættur í hamaganginn sem var á 88. mínútu leiksins.

Í myndbandinu hér að neðan sést að Jackson fer með hönd sína í Morato og hreinlega kýlir hann í andlitið.

Atburðarásin byrjaði öll saman á því að Neco Williams ýtti í Marc Cucurella á sprettinum og allt sauð svo upp úr. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Athugasemdir
banner
banner
banner