Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   þri 08. október 2024 14:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tólfan spilar gegn stuðningsmönnum Wales - Fyrrum landsliðsmaður með
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudag mætir íslenska karlalandsliðið liði Wales í Þjóðadeildinni. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og fer fram á Laugardalsvelli.

Í tilefni af því mun stuðningssveit landsliðins, Tólfan, spila vináttuleik við stuðningsmenn Wales á fimmtudagskvöldið.

Leikurinn fer fram á AVIS vellinum í Laugardal, heimavelli Þróttar. Húsið opnar klukkan 20:00 og klukkan 21:00 flautar Gunnar Oddur Hafliðason leikinn á.

Í tilkynningu Tólfunnar segir að einn „vel þekktur fyrrum landsliðsmaður" verði með Tólfunni í leiknum.

Tilkynning Tólfunnar
Vináttuleikur Tólfunnar og stuðningsmanna Wales!

Á fimmtudagskvöldið næsta, þann 10. október, bjóða Þróttarar allar Tólfur og alla stuðningsmenn Wales velkomna á Avis völlinn þar sem fer fram vináttuleikur Tólfunnar og stuðningsmanna velska landsliðsins.

Húsið opnar 20:00 og leikurinn verður flautaður á klukkan 21:00 af engum öðrum en Bestu deildar dómaranum Gunnari Oddi.

Í liði Tólfunnar verður einn vel þekktur fyrrum landsliðsmaður sem við lofum að muni gefa allt sitt í leikinn.

Frítt verður inn á leikinn og við hvetjum allt áhugafólk um lélega knattspyrnu en frábæra stemningu til þess að láta sjá sig.
Athugasemdir
banner
banner