banner
   fös 08. nóvember 2019 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chris Wood framlengir við Burnley
Mynd: Getty Images
Nýsjálenski framherjinn Chris Wood er búinn að skrifa undir nýjan samning við Burnley sem gildir út sumarið 2023.

Wood, sem verður 28 ára eftir mánuð, hefur verið hjá Burnley í rúmlega tvö ár og gert 28 mörk í 82 leikjum. Hann er að glíma við meiðsli sem stendur en er búinn að gera fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum.

Þetta eru afar jákvæðar fréttir fyrir Jóhann Berg Guðmundsson og félaga í Burnley því Ashley Barnes, sem myndar öflugt sóknarpar með Wood, framlengdi sinn samning fyrr í vikunni.

„Þetta er í fyrsta sinn sem mér líður virkilega vel hjá einhverju félagi. Ég hef aldrei verið í sama liði í lengur en tvö og hálft ár, vonandi verð ég hérna í fjögur, fimm, sex eða sjö ár. Það væri frábært," sagði Wood við undirskriftina.

„Hérna líður mér eins og ég sé heima hjá mér. Ég lít spenntur til framtíðar og hlakka til að gera enn betur fyrir þetta æðislega félag."
Athugasemdir
banner
banner