sun 08. nóvember 2020 19:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp tekur undir með Solskjær
Klopp og Solskjær.
Klopp og Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var bálreiður eftir 3-1 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

„Það var lagt upp með það að okkur myndi mistakast í dag. Við fórum til Tyrklands, höfum spilað marga leiki nú þegar á þessu tímabili, komum aftur á fimmtudagsmorgun og erum að spila snemma á laugardegi. Þetta er algjört rugl," sagði Solskjær eftir sigurinn á Everton.

United spilaði gegn Istanbul Basaksehir í Meistaradeildinni á miðvikudag, og mætti svo Everton í hádeginu í gær.

Jurgen Klop, stjóri Liverpool, tekur undir með Solskjær að það sé ekki boðlegt að lið spili útileik í Meistaradeildinni á miðvikudegi og spili síðan hádegisleik á laugardegi.

„Ég er búinn að ræða við ensku úrvalsdeildina. Ekkert lið á að spila útileik í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldi og svo hádegisleik á laugardegi. Það er ekkert vandamál að spila á sunnudegi, en ekki á hádegi á laugardegi. Úrvalsdeildin verður að breyta þessu," sagði Klopp eftir jafntefli við Man City í dag.

„Úrvalsdeildin, Sky og BT Sport (sjónvarpsrétthafar) verða að tala saman. Ef þið viljið góðan fótbolta þá verðið þið að gefa leikmönnunum meiri hvíld."

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, sagði frá því í viðtali eftir leik að hann og Klopp hefðu spjallað saman um fimm skiptingar í ensku úrvalsdeildinni eftir leikinn í dag. Aðeins eru leyfilegar þrjár skiptingar í deildinni, en það þykir erfitt í ljósi þess að lið fengu lítið sem ekkert undirbúningstímabil, og þá eru lið eins og City og Liverpool að spila marga leiki á stuttu tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner