Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 08. nóvember 2020 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Arnór Ingvi meistari með Malmö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason varð í dag sænskur meistari með Malmö.

Arnór Ingvi lagði upp síðasta mark Malmö þegar liðið burstaði Sirius 4-0 í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Malmö er með tíu stigum meira en Elfsborg á toppi sænsku deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir og það þýðir að titillinn er í höfn hjá Arnóri og félögum.

Þetta er í annað sinn sem Arnór verður sænskur meistari. Hann vann titilinn með Norrköping árið 2015.

Fótbolti.net sendir Arnóri hamingjuóskir en framundan hjá honum er mikilvægt landsliðsverkefni með Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner