Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 08. nóvember 2020 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Arnór Ingvi meistari með Malmö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason varð í dag sænskur meistari með Malmö.

Arnór Ingvi lagði upp síðasta mark Malmö þegar liðið burstaði Sirius 4-0 í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Malmö er með tíu stigum meira en Elfsborg á toppi sænsku deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir og það þýðir að titillinn er í höfn hjá Arnóri og félögum.

Þetta er í annað sinn sem Arnór verður sænskur meistari. Hann vann titilinn með Norrköping árið 2015.

Fótbolti.net sendir Arnóri hamingjuóskir en framundan hjá honum er mikilvægt landsliðsverkefni með Íslandi.
Athugasemdir
banner