Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. nóvember 2020 16:34
Ívan Guðjón Baldursson
Tryggvi Hrafn skoraði - CSKA á toppinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Heimasíða CSKA
Tryggvi Hrafn Haraldsson hefur farið afar vel af stað með Lilleström í norsku B-deildinni og skoraði hann eftir átta mínútur í dag.

Lilleström tók á móti Asane og spilaði Tryggvi í 81 mínútu áður en honum var skipt útaf í stöðunni 1-0. Fimm mínútum síðar leit jöfnunarmark Asane dagsins ljós og lokatölur 1-1.

Lilleström er í öðru sæti og á góðri leið með að tryggja sér sæti í efstu deild á næsta ári.

Lilleström 1 - 1 Asane
1-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('8)
1-1 S. Lassen ('86)

Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson voru þá báðir í byrjunarliði CSKA Moskvu sem fór á topp rússnesku deildarinnar með 2-0 sigri gegn FK Rostov í dag.

Arnór spilaði fyrstu 63 mínúturnar í þægilegum sigri þar sem CSKA átti 16 marktilraunir gegn 4.

CSKA er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar, með 31 stig eftir 14 umferðir.

CSKA 2 - 0 Rostov
1-0 K. Kuchaev ('20)
2-0 F. Chalov ('74)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner