Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 08. desember 2019 15:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Brighton og Wolves: Potter gerir eina breytingu
Brighton tekur á móti Úlfunum í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst 16:30 og verður sýndur í beinni á Síminn Sport.

Fyrir leikinn er Brighton í 12. sæti og Úlfarnir í sjöunda sæti. Brighton kemur inn í þennan leik eftir að hafa unnið 2-1 sigur á Arsenal á Emirates-vellinum í síðustu viku. Wolves unnu 2-0 sigur á West Ham í síðasta leik sínum.

Graham Potter, stjóri Brighton, gerir eina breytingu frá sigurleiknum gegn Arsenal. Leandro Trossard kemur inn fyrir Aaron Connolly.

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, sér enga ástæðu til að breyta byrjunarliði sínu.

Byrjunarlið Brighton: Ryan, Alzate, Dunk, Webster, Burn, Stephens, Propper, Mooy, Gross, Trossard, Maupay.
(Varamenn: Button, Montoya, Duffy, Dernardo, Bissouma, Jahanbakhsh, Murray)

Byrjunarlið Wolves: Patricio, Saiss, Coady, Dendoncker, Otto, Neves, Moutinho, Doherty, Jota, Raul, Traore.
(Varamenn: Ruddy, Vallejo, Bennett, Neto, Cutrone, Vinagre, Kilman)
Athugasemdir
banner
banner