Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 08. desember 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnhildur Yrsa fær nýjan þjálfara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er komin með nýjan þjálfara hjá félagsliði sínu Orlando Pride.

Amanda Cromwell er að taka við liðinu. Marc Skinner stýrði liðinu frá árinu 2019 og fram í júlí. Í kjölfarið tók svo Becky Burleigh við.

Amanda er 51 árs og er fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna. Hún lék með Orlando Lions árið 1997 svo hún kannast aðeins við sig í Orlando.

Orlando spilar í NWSL-deildinni og hjá liðinu er einnig kærasta Gunnhildar, Eric McLeod. Þá eru einnig þær Alex Morgan og Marta hjá félaginu sem og Sydney Leroux sem var markahæsti leikmaður liðsins í ár.

Liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina þriðja árið í röð, endaði í 8. sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner