Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   mið 08. desember 2021 15:09
Elvar Geir Magnússon
Segist ekki hafa hitt Magga Gylfa og Ragnar á kaffihúsi daginn eftir
Magnús Gylfason.
Magnús Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum eiginkona Ragnars Sigurðssonar sagði við úttektarnefnd KSÍ að það hefðu verið vonbrigði hvernig KSÍ tók á sínu máli.

Í skýrslu nefndarinnar sem birtist í gær segir að Magnús Gylfason, fyrrum stjórnarmaður KSÍ, hafi hitt hana og þáverandi eiginmann hennar á kaffihúsi daginn eftir að lögregla var kölluð að dvalarstað þeirra vegna grunsemda um heimilisofbeldi.

Konan segir þetta rangt og því hefur verið gefin út uppfærsla á skýrslunni.

Hún segist ekki hafa hitt Magnús og Ragnar á kaffihúsi þennan dag né nokkurn annan og hún geti bent á fleiri en eitt vitni því til staðfestingar. Líðan hennar hafi heldur ekki verið með þeim hætti að hún væri að hitta neinn á kaffihúsi daginn eftir og Magnús hafi engar forsendur haft til að draga ályktanir um hennar líðan.

Þá hafi hún heldur ekki hitt Ragnar næstu daga.

Í samræmi við þær upplýsingar sem konan hefur veitt nefndinni er skýrsla úttektarnefndarinnar uppfærð.
Athugasemdir
banner
banner
banner