Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 08. desember 2022 15:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alexander Veigar tekur slaginn með Grindavík næsta sumar (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík tilkynnti rétt í þessu að Alexander Veigar Þórarinsson hefði skrifað undir samning við félagið sem gildir út næsta tímabil.

Alexander hefur undanfarin tvö tímabil leikið með GG í 4. deildinni eftir að hafa lagt Grindavíkurskóna á hilluna eftir tímabilið 2020.

„Alexander hefur í vetur fengið brennandi áhuga á að leika knattspyrnu á nýjan leik og hefur æft með liði Grindavíkur í vetur. Þar hefur hann staðið sig frábærlega og mun taka slaginn með Grindavík í Lengjudeildinni næsta sumar," segir í færslu Grindavíkur.

Alexander Veigar er 34 ára gamall og hefur alls leikið 241 leik í deild og bikar á ferlinum og skorað í þeim 47 mörk. Alexander er uppalinn hjá Grindavík en hefur einnig leikið með Fram, Reyni Sandgerði, BÍ/Bolungarvík og Þrótti R. á feril sínum í meistaraflokki sem hófst árið 2005.

„Ég er gríðarlega stoltur af því að semja við Alexander Veigar og er þakklátur fyrir að hann sé tilbúinn í þetta ferðalag með okkur,“ segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur. „Alexander er frábær knattspyrnumaður sem býr yfir mikilli reynslu og hefur þrisvar farið upp úr Lengjudeildinni sem leikmaður. Hann kemur til með að styrkja okkar lið verulega, innan vallar sem utan.“

Sjá einnig:
Hin hliðin - Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner