Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 08. desember 2022 16:00
Fótbolti.net
Er ungi fótboltamaðurinn morðinginn?
Mynd: Sögur útgáfa
Einn fremsti glæpasagnahöfundur landsins, Stefán Máni, tekur nú fullan þátt í jólabókaflóðinu með bók sinni Hungur sem var á dögunum tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki glæpasagna.

Í bókinni fær lögreglan í Reykjavík tilkynningu um dularfullt mannshvarf. Ungur maður frá Vestfjörðum sem ætlaði að tjalda í borginni er horfinn sporlaust. Nokkru síðar er tilkynnt um hrottalegt morð um hábjartan dag á heimili í nágrenni Elliðaárdals. Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson er kallaður til og hann telur að málin tengist og að hryllingnum sé ekki lokið.

Stefán Máni er mikill áhugamaður um fótbolta og naut hann aðstoðar eins ungs íslensks fótboltamanns - sem hefur verið meðal þeirra efnilegustu síðustu ár - við gerð kápunnar fyrir bókina. Fótboltamaðurinn prýðir kápumyndina á nýju bókinni en er klæddur dökkri hettupeysu og andlit hans er hulið. Er hann morðinginn í þessari nýju og spennandi skáldsögu?

Þau sem geta giskað á hver þessi íslenski fótboltamaður er geta nú unnið bók Stefáns Mána, Hetjurnar á HM og glænýja bók um Haaland eftir Illuga Jökulsson. Þrátt fyrir ungan aldur hefur fótboltamaðurinn lyft bikar í efstu deild og leikið fyrir íslenska A-landsliðið. Hver er maðurinn?

Til þess að eiga möguleika á þessum góðu verðlaunum þá er hægt að setja athugasemd við þessa frétt á Facebook-svæði Fótbolta.net. Fréttina á Facebook má nálgast í tenglinum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner