Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   fös 08. desember 2023 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð við Andra: Ekki til í að taka þátt í að skrifa einhverja rómantíska sorgarsögu
Andri Rúnar
Andri Rúnar
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Davíð Smári
Davíð Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri hefur fengið tvo leikmenn frá því að tímabilinu 2023 lauk. Andri Rúnar Bjarnason kom heim frá Val og markvörðinn Andreas Söndergaard.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, ræddi við Fótbolta.net í gær var hann spurður út í leikmennina tvo.

„Það er gríðarlega sterkt fyrir Vestraliðið að fá Andra. Ég var hreinskilinn við hann, það er rómantík að fá heimamann heim og allt það, en ég sagði hreinskilið við hann að ég væri ekki til í að taka þátt í að skrifa einhverja rómantíska sorgarsögu með þér. Hann var alveg harðákveðinn í því að hann væri að koma heim til að leggja jafn mikið á sig og allir aðrir. Honum hefur gengið gríðarlega vel á þessu undirbúningstímabili að æfa, er undir strangri handleiðslu Gumma Kri. Ég er mjög ánægður með viðhorfið sem hann er koma með inn í þetta, hann er alveg staðráðinn í því að koma sterkt inn í þetta. Það veit á mjög gott fyrir okkur," sagði Davíð.

Voru með markvörðinn á blaði síðasta vetur
Söndergaard er 22 ára danskur markvörður sem var síðast á mála hjá Swansea. Hvernig er ferlið á bakvið komu Andreas? Vildirðu fá nýjan markvörð?

„Rafael Broetto óskaði eftir því að fá að fara frá okkur vegna persónulegra ástæðna. Við vorum að skoða Andreas á sama tíma og við vorum að skoða Rafael. Þannig það var eitthvað sem var búið að vera í gangi frá því í janúar," sagði Davíð.

Vestri hefur til þessa ekki spilað æfingaleiki. Leikmenn eru á Ísafirði, á höfuðborgarsvæðinu eða erlendis en allir verða komnir á Ísafjörð í janúar. Liðið mun taka þátt í Þungavigtarmótinu í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner