Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   fös 08. desember 2023 18:29
Brynjar Ingi Erluson
Gaf hreinskilið varðandi ákvörðun sína um að fara til Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Ruben Neves var einn af þeim sem ákváðu að fara til Sádi-Arabíu í sumar, en hann fór ekkert leynt með það að peningar voru stór ástæða fyrir félagaskiptunum.

Neves rann út á samningi hjá Wolves í sumar og ákvað að fara til Sádi-Arabíu í stað þess að vera í stórt félag í Evrópu.

Hann samdi við Al-Hilal þar sem hann er fastamaður, en hann hefur verið orðaður við Newcastle United undanfarnar vikur.

Leikmaðurinn hefur hins vegar staðfest að hann sé ekki á leið til Newcastle og verður hann því áfram í Sádi-Arabíu.

„Auðvitað eru peningar ein af ástæðum þess. Það er ekkert hægt að leyna því, en þetta er samt ótrúlega stórt verkefni sem þeir hafa kynnt fyrir okkur. Ég veit að fólk heldur að við segjum þetta bara til að segja það, en það er ekki satt. Ég held að fólk hafi enga hugmynd um hvernig landið er að bæta fótboltann. Hvernig fótboltinn verður eftir nokkur ár eða eitt ár, þá getum við sagt að við gerðum þetta í sádi-arabísku deildinni. Þetta verður frábær deild eftir svona tvö til þrjú ár,“ sagði hreinskilinn Neves.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner