Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 08. desember 2023 22:52
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Dómarinn sýndi enga miskunn
Borja Mayoral fagnar marki sínu
Borja Mayoral fagnar marki sínu
Mynd: EPA
Getafe 1 - 0 Valencia
1-0 Borja Mayoral ('87 )
Rautt spjald: , ,Gabriel Paulista, Valencia ('50)Javier Guerra Moreno, Valencia ('88)Domingos Duarte, Getafe ('90)

Getafe vann fimmta leik sinn á tímabilinu er liðið lagði Valencia að velli, 1-0, í La Liga á Spáni í kvöld.

Heimamenn komu eðlilega brattir inn í leikinn, enda hafa þeir ekki tapað á heimavelli á þessari leiktíð.

Það varð engin breyting á því í kvöld. Gabriel Paulista, leikmaður Valencia, var rekinn af velli snemma í síðari hálfleik og fengu Getafe-menn nokkur góð færi til að skora, en Giorgi Mamardashvili var að eiga góðan dag í markinu.

Georgíu-maðurinn gat þó lítið gert í sigurmarki Getafe er Borja Mayoral stangaði boltanum í netið eftir fyrirgjöf Juan Iglesias.

Undir lok leiksins voru tveir reknir af velli. Javier Moreno og dómari leiksins rákust á hvorn annan, sem endaði síðan með einhverjum orðaskáki áður en Moreno var rekinn af velli.

Svipað átti sér stað stuttu síðar en þá var brotið á Domingos Duarte, leikmanni Getafe, sem öskraði einhverjum fúkyrðum í átt að dómaranum og fékk rauða spjaldið í verðlaun.

Getafe er í 8. sæti með 22 stig en Valencia í 10. sæti með 19 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner