banner
   lau 09. janúar 2021 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frestað í Madríd út af snjókomu
Atletico Madrid er á toppi spænsku deildarinnar.
Atletico Madrid er á toppi spænsku deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Það er búið að fresta leik Atletico Madrid við Athletic Bilbao sem átti að fara fram í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Athletic sá sér ekki fært að ferðast til spænsku höfuðborgarinnar vegna snjóstorms.

Bilbao ætlaði fyrst að fljúga í leikinn en það var ekki hægt og þeir treystu sér ekki heldur til að keyra vegna slæmra aðstæðna á vegum til Madríd.

Leiknum var því frestað og verður kynnt um nýjan leikdag á næstum dögum. Atletico er á toppi deildarinnar með tveggja stiga forystu og tvo leiki til góða á næstu lið. Bilbao er í níunda sæti.

Snjór er sjaldgæf sjón í Madríd en það hefur snjóað nokkuð síðustu daga eins og sjá má hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner