lau 09. janúar 2021 14:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Mjög tæp rangstaða dæmd á Cenk Tosun
Mynd: Getty Images
Leikur Everton og Rotherham í þriðju umferð FA-bikarsins er ekki lokið þar sem hann fór í framlengingu.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1. Everton er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og Rotherham í næst neðsta sæti Championship-deildarinnar, en það getur auðvitað allt gerst í bikarnum.

Cenk Tosun kom Everton í forystu á níundu mínútu leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik. Matt Olosunde jafnaði metin fyrir Rotherham snemma í seinni hálfleik.

Tosun, sem hefur ekki spilað mikið fyrir Everton á tímabilinu, virtist vera að tryggja sínu liði sigurinn á lokamínútum leiksins en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Það er VAR í FA-bikarnum og var dæmd afar tæp rangstaða eins og oft hefur sést í ensku úrvalsdeildinni. Hér að neðan má sjá mynd.

Staðan er núna 2-1 fyrir Everton í framlengingunni. Abdoulaye Doucoure kom þeim yfir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner