Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 09. janúar 2021 23:00
Aksentije Milisic
Solskjær um McTominay: Hann er skrímsli
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var nokkuð sáttur eftir 1-0 sigur á Watford í FA bikarnum í kvöld.

Scott McTominay gerði eina mark leiksins strax á fimmtu mínútu en hann var með fyrirliðaband United í kvöld.

Leikurinn var annars frekar bragðdaufur en United gerði nóg til þess að komast áfram í næstu umferð virtustu bikarkeppni heims.

„Það mikilvægasta í bikarnum er að komast áfram. Fyrstu 15-20 mínúturnar í leiknum var okkar besti kafli. Spiluðum vel, keyrðum á þá og sköpuðum færi," sagði Norðmaðurinn.

„Við hleyptum þeim inn í leikinn en að lokum náðum við að komast áfram. Við byrjuðum vel en lentum svo í smá vandræðum."

Solskjær hrósaði að lokum Scott McTominay og sagði að hann væri vaxinn eins og skrímsli.

„Scott er búinn að eiga mjög gott tímabil. Hann er sífellt hættulegri og hann ætti að vera búinn að skora meira eftir föst leikatriði. Hann er eins og skrímsli. En frábært mark hjá honum."

Að lokum staðfesti Solskjær að Eric Bailly hafi ekki fengið heilahristing. Bailly þurfti að fara af velli eftir höfuðhögg undir lok fyrri hálfleiks en sjálfur vildi hann halda leik áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner