Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 09. janúar 2023 11:50
Elvar Geir Magnússon
Átta leikmenn spiluðu sinn fyrsta landsleik í Portúgal í gær
Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
1-1 jafntefli varð niðurstaðan í vináttulandsleik Íslands og Eistlands sem fram fór í Portúgal í gær, sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins. Eistar voru betri í fyrri hálfleik en íslenska liðið í þeim seinni.

Tveir leikmenn léku sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland í gær, KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson (Beerschot) sem byrjaði leikinn og Leiknismaðurinn Sævar Atli Magnússon (Lyngby) sem kom inn sem varamaður.

Eistneski hópurinn var bara skipaður leikmönnum sem spila í eistnesku deildinni en hún er ekki hátt skrifuð.

Alls voru sex leikmenn Eistlands sem léku sinn fyrsta landsleik í gær. Það voru þeir Karl Andre Vallner og Erko Jonne Tõugjas sem byrjuðu og Ioan Jakovlev, Nikita Vassiljev, Alex Matthias Tamm og Marko Lipp sem komu inn sem varamenn.

Í þessu janúarverkefni, sem er utan alþjóðlegs landsleikjaglugga, leikur Ísland tvo leiki í æfingabúðunum í Portúgal. Á fimmtudag verður leikið gegn Svíþjóð en Ísland verður án fjögurra leikmanna í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner