Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. janúar 2023 10:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður minnist Vialli - Vitnar í fyrstu skilaboðin sem hann fékk
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalska goðsögnin Gianluca Vialli féll frá fyrir helgina sem var að líða. Hann hafði verið að glíma við krabbamein í brisi.

Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti fótboltamaður sem hefur komið frá Íslandi, er á meðal þeirra sem hafa minnst Vialli.

Eiður spilaði undir stjórn Vialli hjá Chelsea árið 2002 en Ítalinn fékk Eið til félagsins. Eiður minnist þess á Instagram hvernig fyrstu skilaboðin hans frá Vialli voru.

„Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli. Ég vildi tala við þig um að koma til Chelsea í sumar. Ég er sannfærður um að þú sért tilbúinn að taka næsta skref á þínum ferli og ég vil sjá þig í bláu treyjunni á næsta tímabili," skrifar Eiður og vitnar þar í skilaboðin sem hann fékk frá goðsögninni.

„Það er alveg víst að þú náðir mér alveg þegar þú sagðir: 'Hæ Eiður, þetta er Gianluca Vialli'. Það er mikið þakklæti og mikill heiður sem fylgir því að hafa fengið að kynnast þér, innan sem utan vallar. Hvíl í friði Luca."


Athugasemdir
banner
banner
banner