Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mán 09. janúar 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
Tapið gegn D-deildarliðinu gæti á endanum hjálpað Emery
Leikmenn Stevenage fagna.
Leikmenn Stevenage fagna.
Mynd: Getty Images
Aston Villa tapaði fyrir D-deildarliðinu Stevenage í enska bikarnum í gær. Niðurlægjandi fyrir Villa menn en Nigel Reo-Coker, fyrrum miðjumaður Aston Villa, telur að á endanum gæti þetta tap hjálpað stjóranum Unai Emery.

Aston Villa virtist vera að sigla áfram í næstu umferð en tvö mörk frá Stevenage á síðustu þremur mínútum sköpuðu óvæntustu bikarúrslit helgarinnar.

Reo-Coker segir að þessi úrslit séu ákveðið 'raunveruleikatékk' fyrir félagið og gæti jafnvel hjálpað Emery.

„Þetta opnar augun fyrir yfirmenn Emery um hver staðan á liðinu er, og að það þurfi að styrkja leikmannahópinn. Ég held að þessi úrslit geri Emery greiða. Nú er auðveldara fyrir hann að koma með rök fyrir því að hann þurfi að fá leikmenn inn," segir Reo-Coker.

Einn af þeim leikmönnum sem Reo-Coker gagnrýnir er Philippe Coutinho sem hefur hvorki skorað né lagt upp á þessu tímabili.

„Hann var magnaður áður en hann var keyptr alfarið og nú er hann algjörlega týndur. Leikmaður með þessa hæfileika þarf að spila miklu betur. Hann á að vera aðalmaðurinn en er ekki nálægt því."
Athugasemdir
banner
banner
banner