Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. janúar 2023 16:34
Elvar Geir Magnússon
Viðræður Chelsea um Enzo sagðar hafa runnið út í sandinn
Enzo Fernandez.
Enzo Fernandez.
Mynd: EPA
Roger Schmidt, stjóri Benfica, segir að tilraunum Chelsea til að fá Enzo Fernandez sé lokið eftir að viðræður hafi runnið út í sandinn.

Chelsea virtist vera að kaupa þennan 21 árs argentínska miðjumann fyrir 112 milljónir punda en félagið þarf nú að leita annað eftir liðsstyrk í janúarglugganum.

Schmidt telur fullvíst að Enzo muni klára tímabilið í Lissabon.

„Málinu varðandi Enzo er lokið. Hann er okkar leikmaður, hann er í góðum málum, æfir vel og er ánægður. Hann er hluti af okkar leikmannahópi og er lykilmaður. Ég held að ég hafi sagt allt sem hægt er að segja um hann," segir Schmidt.

Enzo var valinn besti ungi leikmaðurinn á HM í Katar.

Chelsea virðist hinsvegar vera að tryggja sér Joao Felix á lánssamningi frá Atletico Madrid út tímabilið en félagið borgar um 10 milljónir punda fyrir þann samning.

Sjá einnig:
Chelsea búið að ná munnlegu samkomulagi um Felix
Athugasemdir
banner
banner