Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 09. janúar 2024 12:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Orri Olsen í FC Kaupmannahöfn (Staðfest)
Gunnar Orri fyrir miðju.
Gunnar Orri fyrir miðju.
Mynd: FCK
Danska meistaraliðið FC Kaupmannahöfn hefur gengið frá kaupum á Gunnari Orra Olsen en hann kemur til félagsins frá Stjörnunni í Garðabæ.

Gunnar Orri verður 16 ára gamall í vor og hefur feril sinn hjá FCk í sumar.

„Hann er spennandi miðjumaður með góða tækni og mikinn hraða. Við teljum að hann geti náð langt," segir Mikkel Lund Køhler sem er yfirmaður leikmannamála hjá akademíu FCK.

„Á síðustu árum höfum við haft mjög góða reynslu af ungum leikmönnum frá Íslandi sem hafa tekið stór skref hjá okkur. Gunni er einn af efnilegustu leikmönnum Norðurlanda og það er spennandi að sjá hvernig hann þróast."

Gunnar Orri er unglingalandsliðsmaður og lék hann með 2. og 3. flokki Stjörnunnar í sumar. Hann var í leikmannahópi meistaraflokks þegar Stjarnan heimsótti KA í Bestu deildinni. Það var sagt frá því í október hér á Fótbolta.net að FCK hefði áhuga á Gunnari.

Orri Steinn Óskarsson er fyrir hjá FC Kaupmannahöfn en á síðustu árum hafa margir íslenskir leikmenn spilað fyrir félagið sem er það stærsta í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner