Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Keflavík fær króatískan miðvörð (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Keflavík

Keflavík hefur gert samning við varnarmann frá Króatíu en hann skrifar undir samning út tímabilið 2027.


Sá heitir Marin Brigic en hann er 24 ára gamall miðvörður sem lék síðast með NK Sesvete sem leikur í næst efstu deild.

Hann er sjötti leikmaðurinn sem kemur til liðsins í vetur.

Keflavík leikur í Lengjudeildinni eftir að hafa verið grátlega nálægt því að komast upp í Bestu deildina en liðið tapaði í úrslitum umspilsins gegn Aftureldingu á liðnu ári.

Komnir
Stefan Alexander Ljubicic frá Svíþjóð
Hreggviður Hermannsson frá Njarðvík
Eiður Orri Ragnarsson frá KFA
Muhamed Alghoul frá Króatíu
Alex Þór Reynisson frá Víði (var á láni)

Farnir
Ásgeir Helgi Orrason í Breiðablik (var á láni)
Sigurður Orri Ingimarsson í ÍR
Oleksii Kovtun
Mamadou Diaw

Samningslausir
Sami Kamel (1993)
Rúnar Gissurarson (1986)
Óliver Andri Einarsson (2004)
Helgi Bergmann Hermannsson (2002)


Athugasemdir
banner
banner
banner