Mörg lið eru á eftir Marcus Rashford, leikmanni Man Utd, en hann er ekki í plönum Rúben Amorim eftir að leikmaðurinn tjáði heiminum að hann vildi fá nýja áskorun.
Það fór orðrómur af stað í gær að ítalska félagið Como hafi sýnt honum áhuga.
Fabrizio Romano segir hins vegar samkvæmt heimildum sínum sé ekkert til í því. Hann hafi ekki rætt við félagið og það komi ekki til greina.
Dwaine Maynard, bróðir og umboðsmaður Rashford, hélt til Ítalíu í gær þar sem hann ræddi við AC Milan, Juventus og þá hefur hann einnig rætt við Dortmund. Þá mun hann ræða við fleiri félög á næstu dögum.
Athugasemdir