Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. febrúar 2021 17:00
Enski boltinn
Ederson gæti tekið næstu vítaspyrnu Manchester City
Mynd: Getty Images
Ilkay Gundogan brenndi af vítaspyrnu í 4-1 sigri Manchester City á Liverpool á sunnudag.

Manchester City hefur ekki náð að nýta vítaspyrnur sínar vel undanfarin ár og eftir leikinn gegn Liverpool fór enn á ný af stað umræða um að markvörðurinn Ederson eigi að prófa að taka næstu vítaspyrnu.

„Þetta er vandamál. Á mikilvægum augnablikum megum við ekki klúðra. Ég ætla að hugsa um Ederson, hann gæti tekið næstu vítaspyrnu," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir leikinn á sunnudag.

Rætt var um þetta í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í gær.

„Ég held að hann myndi skora. Spyrnugetan og sjálfstraustið hjá þessum gæa er það mikið," sagði Magnús Már Einarsson.

„Hann er með ofboðslegan kraft í löppunum og það sparkar enginn lengra en hann. Hann ætti að geta rifið netið," sagði Jóhann Már Helgasaon.

Hér að neðan má hlusta á þátt gærdagsins en þar var meira rætt um Ederson. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - City kláraði pirraða Liverpool menn
Athugasemdir
banner
banner
banner