Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 09. febrúar 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ef Úlfur heldur svona áfram þá byrjar hann mótið"
Nítján ára sóknarmaður sem sló í gegn á láni hjá Njarðvík í fyrra.
Nítján ára sóknarmaður sem sló í gegn á láni hjá Njarðvík í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það virðast hafa komið ferskir vindar með Heimi Guððjónssyni
Það virðast hafa komið ferskir vindar með Heimi Guððjónssyni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rætt var um FH í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag. FH er í 5. sæti í ótímabæru spánni sem farið var yfir í þættinum.

FH var í sjöunda sæti í spánni fyrir mánuði síðan en vann á dögunum Þungavigtarbikarinn, 4-0 sigur gegn Breiðabliki staðreynd í úrslitaleiknum og fer liðið upp um tvö sæti í spánni.

„FH-ingar þurfa að muna eftir því að þeir unnu Lengjubikarinn fyrir síðasta tímabil, sex dögum áður en mótið byrjaði og voru svo í fallsæti þegar deildinni var tvískipt eftir 22 umferðir," sagði Elvar Geir.

Úlfur Ágúst Björnsson skoraði tvö gegn Breiðabliki og þeir Máni Austmann Hilmarsson og Steven Lennon skoruðu sitt markið hvor.

„Það var ferskleiki í FH-liðinu, sérstaklega hjá þessum ungu leikmönnum; hjá Úlfi, Vuk, Oliver og Haraldur Einar átti besta leikinn sem ég hef séð hann spila í FH treyjunni. Þeir voru allir virkilega sprækir. Það virðast hafa komið ferskir vindar með Heimi Guðjónssyni."

„Kjartan Henry kom inná í leiknum. Hann er ekkert að ganga að því vísu að vera í byrjunarliðinu í þessu liði með Úlf í svona stuði,"
sagði Elvar. Tómas Þór tók svo til máls:

„Ég held að það sé ekki til umræðu. Ef Úlfur heldur svona áfram þá byrjar hann mótið. Það getur ekki annað verið."

„Ég er aðallega spenntur fyrir endurkomu Heimis en ég er líka spenntur fyrir Úlfi. Það er gaman þegar menn fara og standa sig í neðri deildum á láni og komi svo og sýni að þeir geti gert þetta í efstu deild."

„Maður finnur fyrir gleði í Hafnarfirði sem hefur ekki verið í svolítinn tíma,"
sagði Tómas.

Úlfur er nítján ára sóknarmaður sem sló í gegn á láni hjá Njarðvík í fyrra. Hann er uppalinn FH-ingur og lék með liðinu seinni hluta síðasta tímabils.
Útvarpsþátturinn - Ótímabæra spáin og Óli Kristjáns
Athugasemdir
banner
banner