Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 09. febrúar 2023 17:58
Brynjar Ingi Erluson
Hilmar McShane í Gróttu (Staðfest)
Mynd: Grótta
Hilmar McShane er genginn til liðs við Gróttu frá Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seltirningum í dag.

Hilmar er 24 ára gamall miðjumaður sem hefur spilað með Haukum, Keflavík, Grindavík og Njarðvík.

Hann á að baki 63 leiki og eitt mark í deild- og bikar með þessum félögum og lék meðal annars 18 leiki fyrir Grindvíkinga í Lengjudeildinni á síðasta ári. Hann lék sinn fyrsta deildarleik aðeins 15 ára gamall með Keflavík fyrir níu árum.

Hilmar mun spila með Gróttu næstu tvö árin en hann skrifaði undir samning við félagið í dag.

Þessi öflugi miðjumaður hefur æft með Gróttu í vetur og tókst að heilla þjálfarateymið.

Hilmar er sonur Paul McShane, sem spilaði fyrir Keflavík, Fram, Grindavík, Aftureldingu og Reyni Sandgerði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner