Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. febrúar 2023 15:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Júlíus Magnússon keyptur til Fredrikstad (Staðfest) - „Sjaldgæft eintak"
Mættur til Noregs.
Mættur til Noregs.
Mynd: Lemos Media
Júlíus Magnússon er búinn í læknisskoðun hjá Fredrikstad og er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við norska félagið með möguleika á fjórða árinu en sú framlenging er árangurstengd samkvæmt Ólafi Garðarssyni, umboðsmanni leikmannsins.

Júlíús er 24 ára djúpur miðjumaður sem var fyrirliði Víkings á síðasta tímabili. Hann var einn allra besti miðjumaður deildarinnar, skoraði fjögur mörk í deildinni og spilaði á síðasta ári sína fyrstu A-landsleiki.

Hann er uppalinn hjá Leikni og Víkingi og fór eftir tímabilið 2014 til Heerenveen og var þar í akademíunni þar til hann sneri til baka til Víkings fyrir tímabilið 2019.

Hjá Víkingi varð hann þrisvar sinnum bikarmeistari og einu sinni Íslandsmeistari. Hann var samningsbundinn Víkingi og því kaupir Fredrikstad hann frá félaginu. Hann verður í treyju númer nítján hjá félaginu og gæti spilað sinn fyrsta leik þegar liðið mætir Mjöndalen í æfingaleik á laugardag.

„Ég hef rætt við marga og komist að því að Fredrikstad er foótboltabær þar sem margir styðja liðið, það er eitthvað sem er alltaf aðlaðandi fyrir leikamnna. Mér hefur líkað það sem ég hef séð og það sem Joacim og þjálfarinn Mikkjal hafa sagt mér um metnað félagsins og hvernig við munum spila. Ég hlakka mikið til og mun gera það sem ég get til að leggja mitt af mörkum til FFK á leið sinni í Eliteserien," sagði Júlli.

„Leikmaður eins og Júlíus er sjaldgæft eintak í fótboltanum í dag. Hann er mikill leiðtogi, sterkur varnarsinnaður miðjumaður sem er góður á boltanum og hleypur eins og hann getur fyrir liðið. Við erum ótrúlega ánægð með að fá hann til Fredrikstad og trúum því að han nverði mikilvægur hlekkur fyrir FFK á komandi árum," sagði Joacim Heier, stjórarnarformaður Fredrikstad.

Mikkjal Thomassen er þjálfari liðsins. Hann tók við á síðasta ári eftir að hafa þjálfað KÍ Klaksvík í Færeyjum með góðum árangri undanfarin ár. Fredrikstad er í næst efstu deild og ætlar sér upp í deild þeirra bestu á næstu árum. Fredrikstad er mikill fótboltabær og er félagið það næst sigursælasta i sögu norska boltans.
Athugasemdir
banner
banner