Cristiano Ronaldo er að aðlagast lífinu hjá Al Nassr í Sádi-Arabíu og liðið er að aðlagast því að hafa hann innanborðs.
Ronaldo er með eitt mark í fyrstu þremur leikjum sínum með félaginu, og það mark kom af vítapunktinum.
Síðan Ronaldo kom hefur Al Nassr gert jafntefli og unnið tvö lið sem eru neðar í töflunni og svo tapað fyrir Al Ittihat í Sádi-arabíska Ofurbikarnum.
Ronaldo er með eitt mark í fyrstu þremur leikjum sínum með félaginu, og það mark kom af vítapunktinum.
Síðan Ronaldo kom hefur Al Nassr gert jafntefli og unnið tvö lið sem eru neðar í töflunni og svo tapað fyrir Al Ittihat í Sádi-arabíska Ofurbikarnum.
„Koma Ronaldo hefur gert leikina erfiðari fyrir okkur," segir Luiz Gustavo, miðjumaður Al Nassr.
„Öll liðin gera allt til að standa sig sem best gegn honum, það virkar sem drifkraftur fyrir menn að mæta honum."
Al Nassr þarf að búa við það að vera liðið sem allir vilja vinna. Hann segir þó ljóst að Ronaldo styrki allt liðið.
„Koma hans gefur okkur mikið því við lærum af honum á hverjum degi, hann er rosalega öflugur líkamlega og með svakalega hæfileika. Hann var skapaður fyrir einvígi og hefur alltaf betur," segir Gustavo.
Athugasemdir