Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 09. febrúar 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
Nathan Jones: Ég er trúaður, Guð gefur mér styrk
Southampton er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið fær Wolves í heimsókn á sunnudag. Framtíð stjórans Nathan Jones er talin í óvissu en hann yfirgaf Luton í nóvember og tók við Dýrlingunum.

Þá hefur Jones fengið talsverða gagnrýni fyrir furðuleg ummæli í fjölmiðlum. Á fréttamannafundi í dag sagðist Jones telja sig geta snúið gengi Southampton við.

„Ég tek alla ábyrgð, eins og ég hef alltaf gert sem stjóri. Við gerum allt sem við getum á æfingasvæðinu en árangurinn verður að sjást í úrslitunum. Við þurfum að ná úrslitum og það sem fyrst," segir Jones.

„Því hærra sem þú ferð sem stjóri því harðari gagnrýni færðu. Þú þarft að hafa breitt bak. Ég er trúaður einstaklingur, ég trúi á Guð og Guð gefur mér styrk."

Jones er með nokkur húðflúr með trúarlegum tilvísunum, á vinstri hendi er hann með mynd af höndum í bænastellingu og krossfestinguna á framhandleggnum. Á bakinu er hann síðan með 'Sköpun Adams', listaverk eftir Michaelangelo.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner