Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. febrúar 2023 16:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ný dagsetning á úrslitaleikinn - „Takmarkaður áhugi fyrir því að spila leikinn inni"
Reykjavíkurmeistarar í fyrra.
Reykjavíkurmeistarar í fyrra.
Mynd: Einar Jónsson
Búið er að fresta úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna og er komin ný dagsetning á leikinn. Hann er nú settur á föstudagskvöldið 24. febrúar, á að hefjast 19:45 og skráður í Egilshöll. Liðin sem mætast í úrslitaleiknum eru Þróttur, sem er ríkjandi meistari, og Valur sem varð Íslands- og bikarmeistari í fyrra.

Leikurinn átti upprunalega að fara fram síðasta föstudag en var frestað fram á sunnudag. Í kjölfarið var leiknum svo frestað um tæpar þrjár vikur. Hvers vegna?

„Leikurinn átti að vera á föstudaginn fyrir tæpri viku. Það er takmarkaður áhugi fyrir því að spila leikinn inni, þannig það var verið að leita að möguleikum til að spila hann utandyra. Þeir fundust ekki, bæði vegna veðurs og svo voru ekki vellir lausir. Á endanum var ákveðið að bíða með að taka ákvörðun," sagði Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar, við Fótbolta.net í gær.

Steinn Halldórsson, formaður knattspyrnuráðs Reykjavíkur, sagði við Fótbolta.net í dag að engar athugasemdir hefðu borist við því að spila leikinn í Egilshöll. Steinn segir að þessi dagsetning hafi verið valin vegna þéttrar dagskrár á undirbúningstímabilinu og landsliðsverkefna.
Athugasemdir
banner
banner