Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 09. febrúar 2023 10:28
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Ofurdeild Evrópu aftur upp á borðið - Búið að ræða við 50 félög
Juventus er eitt þeirra liða sem stendur að Ofurdeild Evrópu. Þegar flest lið hættu við fyrir tveimur árum stóðu Juventus, Barcelona og Real Madrid fast á sínu og koma nú með nýja tillögu.
Juventus er eitt þeirra liða sem stendur að Ofurdeild Evrópu. Þegar flest lið hættu við fyrir tveimur árum stóðu Juventus, Barcelona og Real Madrid fast á sínu og koma nú með nýja tillögu.
Mynd: EPA

Þeir sem standa að baki Ofurdeild Evrópu hafa ekki gefið upp alla von enn því í dag tilkynntu þeir að í skoðun væri að stofna nýja 80 liða keppni sem spiluð yrði í nokkrum deildum.


Það er Bernd Reichard framkvæmdastjóri A22 sem tilkynnti um þessi plön í viðtali við Die Welt í Þýskalandi dag en hann segir að nýja keppnin yrði veruleg breyting frá fyrri plönum og ekkert lið ætti fast sæti í henni. Hvert lið fengi lágmark 14 leiki í á tímabili í nýrri deild.

A22 er fyrirtækið sem var upphaflega stofnað á bakvið ofurdeild Evrópu í apríl árið 2021 en hún hrundi nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um hana í það skiptið. Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham, AC Milan, Inter Milan, Juventus, Atletico Madrid, Barcelona og Real Madrid stóðu að deildinni þá og áttu að eiga fast sæti óháð gengi heimafyrir.

Í það skiptið má segja að allt hafi orðið vitlaust hjá stuðningsmönnum liðanna, öðrum félögum og í fjölmiðlum svo flest félög hættu við. Juventus, Barcelona og Real Madrid héldu þó fast við sitt.

Nú segir Reichard að síðan í október í fyrra hafi verið rætt við 50 félög í Evrópu og teknar saman hugmyndir að nýrri Ofurdeild.

„Það er búið að endurhanna þetta mót og ljóst að ekkert lið mun eiga fast sæti. Félögin þrjú hafa endurhugsað þetta og lært af því hvernig þetta var gert fyrst," sagði Reichard sem vonaðist til að fá ensk félög með um borð í nýja og breytta deild.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner