Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 09. febrúar 2023 13:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ræddu um lánið á Guy Smit - „Því miður óalgengara en hitt"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rætt var um komu hollenska markvarðarins Guy Smit til ÍBV í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag. Smit kemur á láni frá Val en í samningnum segir að hann megi spila á móti Val á tímabilinu.

„Hann fær að spila á móti Valsmönnum þrátt fyrir að vera á láni frá þeim," sagði Elvar Geir.

„Eðlilega. Það væri skrítið að sparka manninum og segja svo að hann sé of góður til að spila á móti sér, en megi spila á móti hinum," sagði Tómas.

„Þetta er því miður óalgengara en hitt. Félög eru meira í því að banna leikmönnum að spila á móti sér," sagði Elvar.

Guy var fenginn til Vals fyrir síðasta tímabil, varði mark liðsins fyrri hluta tímabilsins en missti svo sæti sitt til Frederik Schram.

Þrír markverðir vörðu mark ÍBV í fyrra. Halldór Páll Geirsson byrjaði í rammanum, Guðjón Orri Sigurjónsson tók við og Jón Kristinn Elíasson stóð vaktina í síðustu fjórum leikjunum.

„Miðað við vöntunina, þörfina og gæðin - miðað við það sem var - þá er risastórt að Guy Smit sé kominn til Eyja," sagði Tómas.
Útvarpsþátturinn - Ótímabæra spáin og Óli Kristjáns
Athugasemdir
banner
banner