Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. febrúar 2023 15:53
Elvar Geir Magnússon
Viktor Andri í Keflavík (Staðfest)
Viktor Andri Hafþórsson.
Viktor Andri Hafþórsson.
Mynd: Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinnn Viktor Andri Hafþórsson hefur verið kynntur sem nýr leikmaður Keflavíkur í Bestu deildinni. Hann yfirgaf uppeldisfélag sitt Fjölni eftir að samningur hans rann út eftir síðasta tímabil.

„Ég er búinn að vera í Fjölni frá því ég man eftir mér og ég elska þennan klúbb og allt sem hann hefur gert fyrir mig. Hins vegar tel ég mig þurfa nýja áskorun og taka næsta skref á ferlinum," sagði Viktor í samtali við Fótbolta.net í september.

Viktor lék 14 leiki með Fjölni í fyrra og skoraði hann fjögur mörk og gaf fjórar stoðsendingar er Fjölnir endaði í fjórða sæti Lengjudeildarinnar.

Keflavík endaði í sjöunda sæti Bestu deildarinnar í fyrra en miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins.

Keflavík

Komnir
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson frá Kórdrengjum
Mathias Rosenörn frá KÍ Klaksvík
Viktor Andri Hafþórsson frá Fjölni

Farnir
Adam Ægir Pálsson í Val (var á láni frá Víkingi)
Dani Hatakka í FH
Ingimundur Aron Guðnason hættur
Joey Gibbs í Stjörnuna
Kian Williams til Kanada
Patrik Johannesen í Breiðablik
Rúnar Þór Sigurgeirsson til Öster
Sindri Kristinn Ólafsson til FH
Adam Árni Róbertsson í Þrótt Vogum
Athugasemdir
banner
banner
banner