Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   sun 09. febrúar 2025 14:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Wolves áfram eftir sigur á Blackburn
Mynd: EPA
Blackburn 0 - 2 Wolves
0-1 Joao Gomes ('33 )
0-2 Matheus Cunha ('34 )

Wolves er komið áfram í enska bikarnum eftir þægilegan sigur á Blackburn.

Það var umdeildur dómur þegar AAugustus Kargbo, leikmaður Blackburn féll í teignum en dómari leiksins gaf honum gult spjald fyrir dýfu.

Tæpum tíu mínútum síðar kom Joao Gomes Úlfunum yfir þegar hann átti skot tiiltölulega beint á Balasz Toth í marki Blackburn en hann missti boltann undir sig.

Tæpri mínútu síðar skoraði Matheus Cunha. Seinni hálfleikur var afar bragðdaufur og sigur Wolves í höfn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner